fimmtudagur, 13. desember 2007

Enn og aftur...

... er komið að jólasamkundu kennara í Egilsstaðaskóla. Við hittumst út á Eiðum, snæðum hangiket og drekkum malt og appelsín. Spjallað, helgið og að lokum eru allir leystir úr með jólagjöfum. Notaleg stund í góðum félagsskap.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála ... þetta er virkilega notaleg og skemmtileg stund.
ÁFRAM EIÐAR!!!