fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Ítalía

Þann 18. júlí flugum við til Rómar. Við millilentum í London og flugum svo með Ryan air áfram til Rómar. Ef einhver ætlar að fljúga með þessu flugfélagi ráðlegg á viðkomandi að lesa vel smáaletrið. Við vorum í Róm í tvo daga. Borgin er mögnuð. Við fórum á alla helstu túristastaðina nema Péturskirkjuna, eitthvað verður að bíða þar til næst. Hitinn var talsverður eða 36 til 39°. Við vorum dugleg að kæla okkur í gosbrunnum og bleyta hausinn í drykkjarbrunnum. Eftir tvo góða daga var haldið í villuna sem tengdamamma var búin að leigja. Alls vorum við 19 í ferðinni á fjórum eðalvögnum. Villan heitir La Rupe og er í héraði sem heitir Marche. Það góða við þetta hérað er að það er alveg laust við allan túrisma. Húsið var í ca 700 metra hæð og bjargaði það okkur í hitanum. Flesta dagana var flatmagað við sundlaugina, lesið, dukkinn bjór, borðaður ís og kælt sig af og til. Þrisvar var eldaður dýrindis matur en annars farið á góða veitingastaði í grendinni. Við kíktum í nokkra smábæi sem var mjög skemmtilegt að koma til. Þetta voru góðir dagar sem við áttum þarna. 28. júlí keyrðum við aftur til Rómar og flugum heim daginn eftir.Mæðgurnar við Spænsku tröppurnar.Montefalkone var lítið þorp í göngufæri frá húsinu. Á öllum hæðum í kringum okkur voru svona gömul kastalaþorp.Villan La RupeSundlaugin sem bjargaði okkur í hitanum.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

þetta var ekki smá frábært, og takk fyrir síðast :-D

Álfheiður sagði...

Velkomin heim ... hvernig fór með árgangahittinginn?

Helga Magnúsdóttir sagði...

Það fór nú svo að ég hafði um svo margt annað að hugsa að þessi hugmynd varð að engu. Því er nú ver og miður.