Það er ekki oft sem maður er á kafi í hreindýrakjöti upp að öxlum. Kannski ekki alveg svo en samt. Ég hjálpaði mági mínum að vinna bóg af hreindýri. Var í því að hakka á meðan hann valdi bita í steikur, gúllas og hakk. Það voru góð skipti. Svo þurfti hann að svæfa litlu nöfnu mína. Þá kom í minn hlut að skera og velja. Mér var nú ekki alveg sama og hálf feimin að vera að skera þetta gull. Stóð mig samt bara vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli