Nú er ég farin að vinna aftur. Við byrjuðum á því að fara á námskeið í síðustu viku og í dag byrjaði svo undirbúiningur af fullum krafti. Ég fékk líka fartölvu til umráða í dag og er alveg ógislega ánægð með það. Þegar þetta er ritað er Blámann laus öðru sinni úr búrinu. Greyið er dálítið ringlaður. Hann flýgur upp undir lofið á veggi og glugga. Vonandi náum við honum inn í búrið í kvöld. Ég er ekki viss um að honum eigi eftir að líða vel í nótt utan við búrið.
1 ummæli:
skinnið litla :D
Ætli hann rati nú ekki inn til sín á endanum, svona þegar hann róast. Um að gera að hafa ekki mat eða vatn aðgengilegt fyrir hann annars staðar.
Skrifa ummæli