sunnudagur, 12. ágúst 2007

Vinnuhelgi

Við hjónin vorum sérstaklega dugleg þessa helgi. Á laugardaginn mætti Kobbi og klárað var að saga úr malbikinu, leggja það síðasta, múra nánast alla hattana fasta, rétta steinana af í beðinu og gengið frá öllum köntum. Í dag sagaði Þorbjörn af tröppunni og skrúfaði fasta og við gengum frá steinunum undir ruslið. Það verður reyndar gert betur síðar, að ári eða lengri tíma. Nú er bara eftir að klára beðið upp við húsið. Það verður gert þegar við fáum steypu. Vitum ekki alveg hvenær það verður. Núna eigum við fallegasta planið í bænum.



Taka þeir sig ekki vel út?

Engin ummæli: