laugardagur, 23. ágúst 2008

Ég er afskaplega...

... ánægð með Konna sem rekur BT hér á Egilsstöðum. Brynhildur var búin að fá leyfi til að kaupa tölvuleik fyrir 12+. Einhver Sims útgáfa. Hún fór með pening í BT en fékk ekki að kaupa leikinn nema foreldri væri með og gæfi samþykki sitt. Hún hringdi því í okkur ég fór niður eftir og hrósaði Konna fyrir gott aðhald. Hann var mjög þákklátur fyrir hrósið en sagði jafnframt að það væru nú ekki allir foreldrar ánægðir með þetta og létu hann heyra það. Ég spyr mig af hverju?

2 ummæli:

Álfheiður sagði...

Styð Konna í þessu!

Nafnlaus sagði...

Hvað hét ekki bókin hennar Hillary eitthvað í þessa veru, it takes a village to raise a child. Ergo hér er gott að ala upp börn