laugardagur, 2. ágúst 2008

Ferðahandbækur

Við hjónin höfum uppgötvað það að við eigum bara ansi margar góðar ferðahandbækur. Í sumar áskotnaðist okkur 101 Ísland og höfum notað hana þó nokkuð. Þá eigum við Ferðahandbók fjölskyldunnar þar eru margir spennandi punktar. Við keyptum okkur bók um Hornstrandir. Hún var auðvitað notuð óspart á Hornströndum. Þegar ég var svo að leita að einhverju í grænuhillunni rakst ég að enn eina ferðahandbókina. Hún heitir Íslensk fjöll. Í henni eru leiðarlýsingar á 151 tind á Íslandi. Á morgun er því áætlað að taka hana með og ganga á Hvítserk í Borgarfirði. Vonandi verður ekki þoka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessa tók ég af Hvítserk þegar við komum austur síðast, fjölskyldan. Bið að heilsa honum...

Þorbjörn sagði...

Og svo var þoka...