mánudagur, 11. ágúst 2008

Um helgina...

... héldum við mamma og Brynhildur upp á afmæli okkar allra. Mamma var sjötug, ég fertug og Brynhildur tíu. Við héldum veislu í bústað Kobba og systkina, Litlu-Grund. Það var virkilega gaman hversu margir sáu sér fært að koma og fagna með okkur. Mér fannst þetta virkilega gaman. Það var veitt í litla vatninu, farið inn í Hvanngil, sungið, spjallað, hlegið og borðað. Því miður á ég ekkert nema myndupptökur af veislunni þar sem mér áskotnaðist þessi fína upptökuvél í afmælisgjöf frá tengdafjölskyldunni. Í gær keyrðu svo allir heim og komum við hingað seinnipartinn örþreytt en virkilega ánægð eftir helgina. Enn og aftur takk fyrir mig. Ég á virkilega frrrábæra fjölskyldu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jámm, þetta var ekkert minna en æði, takk fyrir okkur :D

Nafnlaus sagði...

(já og eitthvað á ég af myndum, 220 myndir í vélinni, reyndar ekki alveg allar úr þessari ferð. Á eftir að kíkja á þetta...)

Álfheiður sagði...

Gaman að það skyldi vera gaman :o)

Hallveig sagði...

Takk æðislega fyrir frábærar móttökur , þetta var algerlega ógleymanleg helgi! :D