föstudagur, 30. nóvember 2007

Úti er virkilega...

... jólalegt. Í dag hefur verið slydduhríð og því notalegt að vera inni. Ég kom frekar snemma heim úr vinnunni. Frekar notó. Setti jóladisk á og mændi út í hríðina. Fæ mér kannski einn öllara, pöllara í kvöld. Enn meira notó. Annað kvöld ætlum við hjónin á jólahlaðborð. Ég hlakka verulega til. Ég er farin að hlakka virkilega til jólanna. Það er svo frábær tilfinning að hlakka til.

1 ummæli:

Hildigunnur sagði...

ahh, já, ég hlakka líka til að kveikja á fyrsta aðventukertinu á morgun.

Það er ekki að heyra á mér að ég sé ekki trúuð hér, skoh :D