fimmtudagur, 26. júní 2008

Vikan hefur verið...

... hálf undarleg. Þorbjörn svona hálfur eða 75% í fríi og frumburðurinn á námskeiði á Eiðum. Hún var svo heppin að fá að taka þátt í listanámskeiði á vegum Myndlistaskóla Reykjavíkur og Eiða ehf. Fljótsdalshérað styrkti þetta verkefni og fengu því 8 krakkar úr sveitafélaginu að vera með. Hún fór á sunnudaginn og við höfum lítið sem ekkert heyrt í henni síðan. Það verður ansi gott að fá hana heim næstu helgi. Þorbjörn hefur verið með anna fótinn í vinnu. Hann fer greinilega ekki almennilega í frí fyrr en við höldum burt af staðnum.

Engin ummæli: