... undarlegt það sem gerst hefur undanfarna daga. Maður hefur alltaf getað gengið um landið öruggur með sig. En nú er ég allt í einu ekki alveg viss. Við ætlum að fara vestur eftir tvær vikur. Gistum í Hornbjargsvita og ganga yfir í Hornvík. Ég er búin að hlakka mikið til en nú er ég ekki viss hvort ég hlakka til alla vega ekki að ganga. Veit vel litlar líkur og allt það en samt. Þetta er frekar skrítin tilfinning. Kannski er þetta það sem koma skal að vera á útkíkkinu eftir hvítabjörnum þegar farið er út í náttúruna. Jafnvel best að venjast því strax.
2 ummæli:
Bið að heilsa Bjössa ;o)
Riffilinn með, bara :p
Skrifa ummæli