laugardagur, 21. júní 2008
Skógardagurinn mikli
Dagurinn byrjaði á því að við hjónin keyptum okkur svefnpoka. Ég á virkilega eftir að sakna þess að sofa ekki í sama poka og Þorbjörn. Jú, sko við höfum sofið í gömlum Gefjunarpokum sem hægt er að renna tveimur saman og búa til hjónapoka. Gefjunarpokarnir eru síðan ég var pínulítil stelpa. Svo keyptum við dót sem Þorgerður þarf að hafa á listanámskeiðinu og brunuðum svo upp í Hallormsstað. Þar var skógardagurinn haldin hátíðlegur. Heilgrillað naut, ketilkaffi, lummur steiktar yfir eldi, pylsur, drykkir, skógarhögg og markt fleira var að gerast eða á boðstólnum. Brynhildi varð að orði uppfrá að sig langaði í nautakjöt í kvöldmatinn. Það þurfti ekki að nauða mikið til þess að fá því framgengt. Nú eru kartöflurnar á grillinu, sósan tilbúin og húsbóndinn setur fyrir framan skjáinn að horfa á fótbolta. Skellum kjötinu á eftir smá tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli