þriðjudagur, 17. júní 2008
Gleðilega hátið!
Dagurinn var bara nokkuð góður. Stelpurnar fengu blöðrur og pening til að eyða í hitt og þetta. Sú yngri var fljót að eyða sínu öllu. Húsmóðirin var ein af sex bæjarbúum sem röltu með lúðra eða flautur fyrir skrúðgöngunni. Við stóðum okkur bara vel en vonandi verða fleiri næsta ár. Fremstir í göngunni voru hestamenn á fákum sínum svo komur skátar með fána og þar á eftir lúðrarnir. Við máttum hafa okkur öll við að stíga ekki í dellur sem voru á götunni. Reyndar var ég með aðstoðarmann sem varaði mig við en tókst samt að stíga í góða dellu. Milli kl. 15 og 16 sáum við hjónin svo um lukkuhús á vegum fimleikadeildarinnar. Það var mikið að gera og skemmtilegt að aðstoða stúlkurnar sem að þessu stóðu en þeirra á meðal var okkar yngri. Hún tók þátt í fimleikatriði og stóð sig glæsilega eins og alltaf. Í kvöld ætlum við að horfa á fótbolta og kíkja kannski á fjölskyldudansleik í íþróttahúsinu með stelpunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú ert áreiðanlega ekki verri ein en með mig þér við hlið. Ekki viss um að ég nái hljóði úr rörinu í dag. En ég skal skoða málið :o)
Við sáum ógurlega fína fimleikasýningu að ég held frá Ármanni í bænum í dag :)
Gleðilega hátíð, öll.
Skrifa ummæli