föstudagur, 2. janúar 2009

Hvíldartíminn

Nú er hvíldartíminn brátt á enda. Við erum vel hvíld eftir góða daga. Við vorum ekki búin að snúa sólarhringnum mikið á hvolf en þó fórum við seinna í rúmið en venja er. Húsbóndinn fór í vinnuna í morgun. Útvarpið í gang kl. 8. Kúrt í smá stund. Hann kom húsfreyjunni á fætur með vænum kaffibolla og stelpurnar voru komnar á lappir stuttu seinna. Það er alltaf notalegt að fá smá frí en enn notalegra að komast aftur í rútínu. Hlakka til að byrja að vinna aftur!!!!

1 ummæli:

Álfheiður sagði...

Ertu strax farin að hlakka til?