sunnudagur, 11. mars 2012

Hugleiðing

Þegar Þorbjörn fékk launað leyfi í eitt ár vissum við að nú létum við verða af því að flytja utan. Vancouver varð fyrir valinu. Þorbjörn komin með skólavist, húsnæðismálin í höfn og stelpurnar vissu að hverju þær stefndu. Eini óljósi punkturinn var ég. Þegar allt þetta var komið á hreint fór ég að hugsa hvað geri ég ef ég fæ ekki vinnu. Veit marg skemmtilegra en að sitja heima eða vera húsmóðir. Ég hafði gengið með það á bak við eyrað að kannski gæti ég stefnt að einhverju hlaupi. Ég vissi af Vancouver maraþoninu og fór að hugsa að kannski gæti ég æft fyrir hálft maraþon. Þegar atvinnuleyfið lét á sér standa og geðheilsunni fór hrakandi lét ég þau orð falla við Þorbjörn hvort ég ætti kannski að hafa þetta markmið í vetur. Svo varð úr ég fékk prógram og byrjaði að hlaupa. Allt gekk eins og í sögu ég spennt og réð vel við öll hlaup. Kannski svolítið leið á að vera ein en hvað um það. Svo fóru vegalengdirnar að lengjast og hlaupin að taka lengri tíma. Veðrið að versa, rigning og kuldi. Datt þá botninn svolítið úr minni. Ég fór að vantreysta mér og kvíða fyrir hlaupadögum. Sem betur fer náði ég að halda mér á floti og halda ótrauð áfram. Ekki er ónýtt að hafa mömmu á skypinu með sálfræðina á hreinu til að hughreysta litlu hlaupadrottninguna. Í dag reyni ég að sjá allt sem ég geri sem litla sigra. T.d. hef ég unnið þrjá sigra á sjö dögum. Sá fyrsti var að ég bætti 10 km tímann minn, svo rauf ég 16 km múrinn í fyrsta skipti og í dag hljóp ég 10 km í fyrsta skipti undir 60 mín. Mér finnst ekki einfalt að æfa fyrir hálft maraþon en í maí ætla ég mér að hlaupa þessa vegalengd og njóta þess í botn.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Þetta er náttúrlega svo flott hjá þér!

Nafnlaus sagði...

Svona gengur þetta, ekki alltaf sléttur sjór. Þú stendur þig vel í þessu og átt eftir að njóta þín vel í hlaupinu í maí.