miðvikudagur, 19. september 2007

Þetta kemur

Í gærkvöldi þrjóskaðist húsbóndinn við og lét Blámann ekki friði fyrr en hann hafði sest á puttann á honum. Við höfðum svelt hann af uppáhaldsmatnum sínum, eplinu, allan daginn. Hann lét sig því hafa og fékk sér fingrafar í smá stund. Kannski við reynum það sama í kvöld.

1 ummæli:

Álfheiður sagði...

Þá vitum við hvor þeirra strákanna er þrjóskari!