fimmtudagur, 5. apríl 2012

Skírdagur já. Eitthvað fer nú lítið fyrir þessum degi. Páskafrí er stutt aðeins föstudaginn langa og annan í páskum. Stelpurnar reyndar ný komnar úr spring break sem er líka óvanalegt fyrir okkur. Í dag kvöddu Ásthildur og Grétar ásamt börnum. Þau fljúga heim á morgun. Nú eru við Katrín tvær heima, Þorbjörn og Kobbi skelltu sér í tennis, um að gera að nota þurra veðrið og Ruth er í skólanum sem og allar hinar stelpurnar. Vorið er komið hér í Vancouver. Cheerie blossom tré blómgast hvert af öðru.Um helgina er spáð ágætu veðri svo kannski fáum við okkur göngu.

mánudagur, 26. mars 2012

Vetur, sumar, vor og haust.

Mikið líður tíminn hratt. Við erum búin að dvelja hér í bráðum sjö mánuði. Nú finnum við að vorið er handan við hornið og bíðum spennt eftir að sjá eplatréð í garðinum blómstra. Helgin gaf okkur forsmekkin að öllu saman. Við sóluðum okkur, sumir böðuðu táslurnar í sjónum, aðrir nældu sér í kvef því þeir kunnu ekki að klæða af sér hafgoluna, fengum okkur göngutúr og borðuðum svínarif og maís. Nú hefur hins vegar dregið upp á sig og rignir og rignir. Það er örugglega gott fyrir gróðurinn. Við erum þó öll fegin að mesta grámyglutíminn er yfirstaðin og bara framundan sól og sumarylur. Við viljum a.m.k. trúa því. Hjá okkur hér á Oxford st. er túristatíminn í hámarki. Gestir koma og fara og gleðja okkar litlu hjörtu innilega. Í morgun lentu Tinna og Daníel í Keflavík og nú eru Grétar, Ásthilur, Brynjar og Heiðdís á leiðinni í loftið. Núna þessa stundina sit ég með tölvuna í fanginu hér í stofunni, Kobbi og Katrín horfa á múmínálfana og Ruth og Þorbjörn eru uppi að lesa. Allar hinar stelpurnar eru í skólanum. Ósköp venjulegur dagur og engin stór verkefni á dagskrá nema að fara í Red apple eftir ávöxtum og leika sér í tölvunni.

sunnudagur, 11. mars 2012

Hugleiðing

Þegar Þorbjörn fékk launað leyfi í eitt ár vissum við að nú létum við verða af því að flytja utan. Vancouver varð fyrir valinu. Þorbjörn komin með skólavist, húsnæðismálin í höfn og stelpurnar vissu að hverju þær stefndu. Eini óljósi punkturinn var ég. Þegar allt þetta var komið á hreint fór ég að hugsa hvað geri ég ef ég fæ ekki vinnu. Veit marg skemmtilegra en að sitja heima eða vera húsmóðir. Ég hafði gengið með það á bak við eyrað að kannski gæti ég stefnt að einhverju hlaupi. Ég vissi af Vancouver maraþoninu og fór að hugsa að kannski gæti ég æft fyrir hálft maraþon. Þegar atvinnuleyfið lét á sér standa og geðheilsunni fór hrakandi lét ég þau orð falla við Þorbjörn hvort ég ætti kannski að hafa þetta markmið í vetur. Svo varð úr ég fékk prógram og byrjaði að hlaupa. Allt gekk eins og í sögu ég spennt og réð vel við öll hlaup. Kannski svolítið leið á að vera ein en hvað um það. Svo fóru vegalengdirnar að lengjast og hlaupin að taka lengri tíma. Veðrið að versa, rigning og kuldi. Datt þá botninn svolítið úr minni. Ég fór að vantreysta mér og kvíða fyrir hlaupadögum. Sem betur fer náði ég að halda mér á floti og halda ótrauð áfram. Ekki er ónýtt að hafa mömmu á skypinu með sálfræðina á hreinu til að hughreysta litlu hlaupadrottninguna. Í dag reyni ég að sjá allt sem ég geri sem litla sigra. T.d. hef ég unnið þrjá sigra á sjö dögum. Sá fyrsti var að ég bætti 10 km tímann minn, svo rauf ég 16 km múrinn í fyrsta skipti og í dag hljóp ég 10 km í fyrsta skipti undir 60 mín. Mér finnst ekki einfalt að æfa fyrir hálft maraþon en í maí ætla ég mér að hlaupa þessa vegalengd og njóta þess í botn.

miðvikudagur, 8. september 2010

Byrjaði í dag...

... aftur í Body balance. Er búin að vera misjöfn í bakinu. Á mánudaginn var ég fín í göngunni með samstarfsfólkinu mínu en verri á þriðjudaginn og í dag. Fann því svolítið til í leikfiminni í dag en ætla ekki að gefast upp. Ég trúi því að hreyfing sé alltaf til góðs.

miðvikudagur, 16. júní 2010

Ég er svolítið...

... spennt að sjá hvernig nýja borgarstjóranum tekst til í nýju starfi. Tilsvörin og Hönnu Birnubrosið fara bráðum að vera svolítið þreytt. Kannski hann finni upp á einhverju nýju t.d. að greiða sér eins og Dagur, hver veit.

mánudagur, 14. júní 2010

Nú er að...

... verða ár síðan ég bloggaði síðast svo nú er komin tími til að byrja aftur. Sumarfríið hafið hjá mér og úti er bongó blíða. Ekki þykir mér það leiðinlegt. Er byrjuð að skokka aftur og finnst það æði. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er í algleymingi og ekki er verra að vera í sumarfríi til að geta fylgst almennilega með.

þriðjudagur, 23. júní 2009

Þessa vikuna er...

... Brynhildur í listabúðum á Eiðum. Ég sakna hennar mikið en hlakka óskaplega að hitta hana á föstudaginn. Það er rosalega gott að vera í fríi. Hef haft nöfnu mína hjá mér meira en venjulega sem er afskaplega skemmtilegt.