fimmtudagur, 5. apríl 2012

Skírdagur já. Eitthvað fer nú lítið fyrir þessum degi. Páskafrí er stutt aðeins föstudaginn langa og annan í páskum. Stelpurnar reyndar ný komnar úr spring break sem er líka óvanalegt fyrir okkur. Í dag kvöddu Ásthildur og Grétar ásamt börnum. Þau fljúga heim á morgun. Nú eru við Katrín tvær heima, Þorbjörn og Kobbi skelltu sér í tennis, um að gera að nota þurra veðrið og Ruth er í skólanum sem og allar hinar stelpurnar. Vorið er komið hér í Vancouver. Cheerie blossom tré blómgast hvert af öðru.Um helgina er spáð ágætu veðri svo kannski fáum við okkur göngu.

2 ummæli:

http://lifensurances.blogspot.com/ sagði...

nice

Hildigunnur sagði...

Ég sakna japönsku kirsuberjatrjánna og forsytíanna frá Danmörku. Annars er allt að koma til hérna líka, flatirnar að verða jafn grænar og venjulega í lok apríl :)