föstudagur, 5. júní 2009

Í dag fórum...

... við hring á Reykjanesinu. Byrjuðum daginn á að Þorbjörn fór á fund og við stelpurnar skoðuðum sýningar í Duushúsi. Olga Bergmann var með geggjaða sýningu og svo var mjög flott sýning sem kallast Völlurinn. Til sýnis voru hlutir frá því kaninn var og hét. Eftir að fjölskyldan sameinaðist aftur var sundlaugin prófuð og svo haldið í bíltúr um nesið. Örþreytt komum við heim rétt fyrir kvöldmat og beið okkar aldeilis frábær kjúklingaréttur sem tengdó var að prófa. Núna verða ég að viðurkenna það að ég er ansi þreytt og hlakka til að fara í háttinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sakna þín systir og hlakka til að hitta þig eftir helgina. Við ætlum að skreppa í Lónið í fyrramálið og Kobbi með stelpurnar í sjómannadagssiglingu á Höfn á morgun. Reiknum með að koma heim fyrripartinn á sunnudag.
Ruth sis