mánudagur, 31. desember 2007

laugardagur, 29. desember 2007

Mikið var...

... ég ánægð með það að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin íþróttamaður ársins. Það er ekki oft sem kona lendir í fyrsta sæti og hvað þá knattspyrnukona. Mér fannst samt heldur vandræðalegt þegar farið var að spila myndskeið eftir kjörið. Sömu mörkin voru sýnd aftur og aftur með misjafnlega miklum hraða. Kannski til að reyna með veikum mætti að klóra yfir það hversu lítið er tekið upp af kvennaleikjum. Þetta fékk a.m.k. á tilfinninguna.

fimmtudagur, 27. desember 2007

Mikið held ég...

... að ég sé frábær mamma. Missi mig algjörlega í bangsafötunum. Mikið held ég að sú yngri verði ánægð með mig, en kannski ekki sú eldri. Kannski er ég ekki svo góð mamma eftir allt?

föstudagur, 21. desember 2007

Í dag...

... fékk ég hryllilegan verk í peningaveskið. Þreif allt eldhúsið (nema bakarofninn). Tókum meira að segja fram ísskápinn (hann var ansi loðinn á bakinu). Gerðum sörur. Til að koma sörunum í frysti sauð ég upp af rúmum 2 kg. af rifsberjum. Frekar mikill haustilmur í húsinu. Lífið er loflí.

miðvikudagur, 19. desember 2007

Nú er bara...

... jólaball eftir og nokkrir undirbúningstímar með ´Fjólu og Lindu í fyrramálið. Annars er ég ekki alveg til í að fara í frí. Ég er búin að vera svo mikið í veikindaleyfi frá hausti að samkvæmt mínu innbyggða mánaðartali eru jólin alls ekki að koma. Skrítið hvað allt breytist þegar við tökum smá beygju af okkar venjulega róli. En ég hlakka samt til jólanna. Við komum okkur í stuð þegar við hjónin erum komin í frí.

sunnudagur, 16. desember 2007

Jólamarkaður

Í dag fór ég á frábæran jólamarkað. Skógarbændur á héraði stóðu fyrir þessu. Þarna var handverksfólk að selja sínar vörur, jólatré til sölu, boðið upp á ketilkaffi, súpu að hætti Hrafns heitins á Hallormsstað og ekki síst allt hangikjötið. Kjósa á kjötkrók svæðisins. Keppendur voru níu. Allir sem vildu fengu að smakka og kjósa besta kjötið. Það voru tveir sem stóðu upp úr að mínu mati. Frábær stemming.

fimmtudagur, 13. desember 2007

Enn og aftur...

... er komið að jólasamkundu kennara í Egilsstaðaskóla. Við hittumst út á Eiðum, snæðum hangiket og drekkum malt og appelsín. Spjallað, helgið og að lokum eru allir leystir úr með jólagjöfum. Notaleg stund í góðum félagsskap.

þriðjudagur, 11. desember 2007

Ó nei...

... það er ekkert planað bloggfrí frekar andleysi. Veit t.d. ekki hvað ég get sagt meira nema þá helst að Dalaprinsinn er úti að skafa af stéttinni í hvítum stígvélum. Annars verður æ jólalegra, úti er hláka og allur snjór að hverfa. Er það ekki venjan rétt fyrir jólin? Rok og rigning svo allar skreytingar liggja á hliðinni, sá nokkrar í morgun í tannlæknagötunni. Ég man að fyrir ári síðan var allt á kafi í snjó, tré í hvítum fötum eins og í amerískum kvikmyndum. En svo kom fröken hláka og allt fór í burtu og jólin urðu verulega rauð. Ég bloggaði nebblega um þetta í fyrra og hefði birt það hér ef ég hefði ekki eytt öllu í smá kasti.